Svaf málskotsnefnd HSÍ á verðinum?
Sævar Jónasson)

Ívar Logi Styrmisson (Sævar Jónasson)

Það verður að teljast ansi athyglisvert að brot Ívars Loga Styrmissonar leikmanns Fram á Ágústi Inga Óskarssyni leikmanni Aftureldingar í 5.umferð Olís-deildar karla hafi ekki ratað á borð aganefndar HSÍ í gær frá málskotsnefnd HSÍ tók til starfa í sumar.

Hægt er að sjá leikbrot Ívars Loga í frétt sem Handkastið birti í gær. 

Handkastið fékk sent myndskeið af brotinu sama kvöld og brotið átti sér stað. Handkastið vildi hinsvegar aðeins bíða með að birta myndbandið og sjá hversu öflug málskotsnefnd HSÍ sé í raun og veru.

Handkastið fékk gagnrýni frá aðilum innan handboltans eftir að hafa birt brot Ásgeirs Snæs Vignissonar leikmanns Víkings gegn Fjölni í 2.umferð Grill66-deildarinnar en Ásgeir Snær slapp við brottvísun í þeim leik og skoraði jöfnunarmark leiksins stuttu síðar.

Málskotsnefndin tók málið fyrir og lagði á borð aganefndar í kjölfarið.

Ásgeir Snær var dæmdur í þriggja leikjabann fyrir brot sitt.

Fékk Handkastið sendingar frá aðilum tengdum málinu sem vildu meina að með þessu væri Handkastið að opna á ormagryfju og velti því einnig fyrir sér störfum svokallaðrar málskotsnefndar sem er mönnuð af þeim Alfreði Erni Finnssyni, Andra Vilhjálmi Sigurðssyni og Júlíusi Jónassyni.

Veltu menn því fyrir sér hvort þessi þriggja manna nefnd væri að horfa á öll atvik í öllum leikjum eða hvort nefndin myndi einungis skoða atvik sem birt yrði á Handkastinu eða myndbönd sem yrðu send til þeirra. Fannst mönnum afar ólíklegt að þessi þriggja manna nefnd væri að fylgjast með öllum atvikum úr öllum leikjum HSÍ.

Handkastið tók því sér það bessaleyfi að birta ekki leikbrot Ívars Loga fyrr en seinni partinn í gær í þann mund sem aganefndin væri að fara yfir agabrot síðustu viku. 

Seint í gærkvöldi kom úrskurður aganefndar í ljós og þar kemur fram að engin atvik frá málskotsnefnd voru á borði aganefndar HSÍ.

Menn innan handboltans urðu gapandi hissa á þeirri ákvörðun og veltu menn því fyrir sér hvort leikbrot Ívars Loga sé leikbrot sem málskotsnefnd HSÍ sjái ekkert athugunarvert við eða hvort málskotsnefndin hafi í raun sofið á verðinum og jafnvel ekki vitað af leikbrotinu líkt og Handkastið fékk gagnrýni fyrir í máli Ásgeirs Snæs.

Handkastið hefur rætt við ótal marga innan handboltans síðustu daga um brot Ívars Loga og þar liggur enginn vafi á að allir þeir sem Handkastið hefur rætt við - bjuggust við að brot umrædds leikmanns yrði tekið fyrir af málskotsnefnd HSÍ.

Einn aðili tók svo sterkt til orða að hann sagðist vera þess fullviss um að ef Handkastið hefði birt myndskeiðið fyrr hefði brotið verið tekið fyrir. 

Það verður fróðlegt að sjá í framhaldinu hvort málskotsnefnd HSÍ verði með puttann meira á púlsinum fyrir næsta fund aganefndar eða hvort nefndin bíði eftir því að Handkastið birti myndskeið af brotum sem gætu átt heima á borði aganefndar.

Myndbandið af atvikinu sem Handkastið setti á Youtube-síðu sína á föstudagsmorgun en ákvað að birta ekki á síðunni sjálfri má sjá hér að neðan:

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top