Viktor Sigurðsson (Baldur Þorgilsson)
Aganefnd HSÍ kom saman seint í gær en níu mál lágu fyrir sem aganefndin þurfti að fara yfir. Þrír leikmenn og einn starfsmaður voru dæmdir í eins leiks bann aðrir sluppu við leikbann þrátt fyrir að hafa fengið rauð spjöld í síðustu viku. Þeir leikmenn sem dæmdir voru í leikbann voru Susan Ines Barinas Gamboa leikmaður Aftureldingar í Grill66-deild kvenna, Hildur Guðjónsdóttir leikmaður Víkings í sömu deild og Viktor Sigurðsson leikmaður Vals í Olís-deild karla. Þá hefur Atli Kristinsson aðstoðarþjálfari Selfoss verið dæmdur í eins leiksbann vegna útilokunar sem hann hlaut vegna mjög ódrengilegrar hegðunar í leik HK og Selfoss í Powerade bikar karla á mánudagskvöldið. Viktor Sigurðsson fékk rautt spjald í bikarleik Vals gegn Haukum og verður í leikbanni þegar Valur mætir toppliði Aftureldingar í 6.umferð Olís-deildarinnar á fimmtudaginn. Susan Gamboa leikmaður Aftureldingar verður í leikbanni þegar liðið mætir Fjölni á föstudagskvöldið í 5.umferð Grill66-deildar kvenna og þá verður Hildur Guðjónsdóttir í leikbanni þegar Víkingur mætur Fram 2 á sunnudaginn næstkomandi í Úlfarsárdalnum. Sunna Katrín Heimisdóttir leikmaður Víkings, Inga Dís Jóhannsdóttir leikmaður Hauka, Kristrún Steinþórsdóttir leikmaður Fram, Dagur Fannar Möller og Torfi Geir Halldórsson leikmenn Fram sluppu öll við leikbönn þrátt fyrir útilokun í síðasta leik.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.