Bjarni Ófeigur Valdimarsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Handkastið hefur tekið saman fimm bestu leikmenn Olís-deildar karla það sem af er tímabili en fimm umferðir eru búnar í deildinni. Afturelding er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en Haukar koma næstir með eitt tap á bakinu. ÍR er á botni deildarinnar með eitt stig og HK er í umspilssætinu með tvö stig. 6.umferðin fer fram á fimmtudags- og föstudagskvöld. Listinn yfir fimm bestu leikmenn Olís-deildarinnar var opinberaður í nýjasta þætti Handkastsins en hægt er að sjá listann hér að neðan. 1. Bjarni Ófeigur Valdimarsson (KA) 2. Sigurður Jefferson Guarino (HK) 3. Freyr Aronsson (Haukar) 4 .Árni Bragi Eyjólfsson (Afturelding) 5. Elís Þór Aðalsteinsson (ÍBV) Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.