Ihor Kopysinski (Egill Bjarni Friðjónsson)
Afturelding hefur byrjað tímabilið í Olís-deild karla og Powerade-bikarnum fullkomlega. Fimm sigrar í röð í deildinni og þá sló liðið út ÍBV í 16-liða úrslitum bikarsins á mánudaginn. Í kvöld mætir liðið Val í stórleik 6.umferðarinnar í N1-höllinni á Hlíðarenda. Í Handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans var farið yfir lokamark Aftureldingar í sigri liðsins á Íslands- og bikarmeisturum Fram í 5.umferðinni. Þar skoraði Ihor Kopyshynskyi svokallað sirkusmark eftir sendingu frá Árna Braga Eyjólfssyni. Segja mætti að Ihor hafi skorað markið af þriðju hæðinni, svo hátt hoppaði hann upp í loftið áður en hann sveif í átt að boltanum og skoraði í mark Fram. Markið og umfjöllun Handboltahallarinnar má sjá hér að neðan. Leikir kvöldsins í Olís-deild karla: Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
18:00 Selfoss - Stjarnan
18:30 FH - Þór
19:30 Valur - Afturelding

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.