Ótrúleg endurkoma Þórsara
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Jón Þórarinn Þorsteinsson (J.L.Long)

FH fengu Þór í heimsókn til sín í Kaplakrikann í kvöld í 6.umferð Olís deilar karla.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var hnífjafnt á öllum tölum. FH-ingar slitu þig þó frá Þórsurum þegar líða fór á hálfleikinn og leiddu verðskuldað í hálfleik 18-13.

Daníel Freyr Andrésson átti frábæran leik í fyrri hálfleik í marki FH.

FH byrjaði síðari hálfleikinn líkt og þeir luku þeim fyrri og eftir um 40 mínútna leik voru þeir komnir 8 mörkum yfir 24-16.

Þórsarar náðu þá aðeins að klóra í bakkann og minnkuðu muninn í 27-24. FH-ingar tóku þá leikhlé og komu leiknum strax aftur í 5 marka forskot. Þórsarar eru þekktir fyrir allt annað en uppgjöf og komu aftur til baka og var staðan 31-29 þegar 7 mínútur voru eftir af leiknum.

Við tóku ótrúlegar lokamínútur þar sem Þór náði að komast yfir úr vítakasti 33-34 þegar 15 sekúndur voru eftir. FH tóku leikhlé og fóru í 7 á 6 í lokasókninni sinni og Birkir Benediktsson náði að fiska víti sem Simon Michael skoraði úr og jafnaði metin 34-34.

Ótrúleg endurkoma Þórsara sem voru lentir 8 mörkum undir og voru nálægt því að stela sigri við deildarmeistara FH en urðu að láta sér jafntefli nægja.

Símon Michael Guðjónsson skoraði 9 mörk fyrir FH í kvöld og Oddur Gretarsson skoraði einnig 9 mörk fyrir Þór.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top