Stjarnan hafði betur fyrir austan fjall
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Alvaro Fernandez (Sigurður Ástgeirsson)

Fyrsta leikum í 6.umferð er lokið en hann fór fram fyrir austan fjall þar sem Selfoss fékk Stjörnuna til sín í heimsókn.

Selfoss byrjaði leikinn betur og leiddi 10-7 eftir um 15 mínútna leik. Stjörnumenn virtust þurfa smá tíma til að vakna því þeir kláruðu fyrri hálfleikinn af miklum krafti og leiddu í hálfleik 14-16.

Jafnræði var með liðunum allan síðari hálfleik en Stjarnan var þó alltaf skrefinu á undan og voru þeir komnir í 5 marka forskot 26-31 þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum.

Selfyssingar fóru í 7 á 6 og hentu í afbrigði af því þar sem þeir spiluðu með hvorki fleiri en færri en 3 línumenn, virkilega skemmtileg útfærslu hjá þeim. Þeir náðu að minnka muninn í 2 mörk, 32-34 en nær komust Selfyssingar ekki og þriggja marka sigur Stjörnunnar því staðreynd 33-36.

Hannes Höskuldsson var atkvæðamestur í liði Selfoss í kvöld með 11 mörk en Ísak Logi Einarsson skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna.

Stjarnan er því komin aftur á sigurbraut eftir tap gegn Fjölni í bikarkeppninni en Selfoss hefur nú tapað tveim leikjum í röð.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top