Sigursteinn Arndal (Raggi Óla)
FH og Þór mættust í 7.umferð Olís deildar karla en leikurinn endaði með 34-34 jafntefli. Handkastið ræddi við Sigurstein þjálfara FH eftir leik í Krikanum í kvöld. ,,Það var margt framan að virkilega gott í okkar leik en við dettum í þá gryfju að vera svolítið passívir og þegar hlutirnir fara að reynast okkur erfiðir þá föllum við aðeins frá hvorum öðrum. Varnarlega lekum við í seinni hálfleik sem var búið að vera mjög gott. Við lendum í mikið af brottvísunum og missa menn í rautt og svona sem gerði okkur erfitt fyrir en við eigum að fara betur með þennan leik." sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH við Handkastið eftir leik í kvöld.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.