Giorgi Dikhaminjia (Egill Bjarni Friðjónsson)
Hvíti Riddarinn tók á móti HK 2 í 6.umferð Grill 66 deildar karla í Mosfellsbæ í dag. HK 2 voru stigalausir fyrir umferðina í dag meðan Hvíti Riddarinn var í 8 sæti deildinnar. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust þau á að hafa forystu en HK 2 leiddu í hálfleik 14-15. HK 2 byrjaði síðari hálfleikinn af miklu krafti og náðu strax 4 marka forskoti sem reyndist of mikið fyrir Hvíta Riddarann að vinna til baka. Lokatölur voru 24-30 fyrir HK 2 og því fyrstu stig vetrarins komin í hús. Ingibert Snær Erlingsson var markahæstur í liði HK 2 með 9 mörk líkt og Aron Valur Gunnlaugsson sem skoraði einning 9 mörk fyrir Hvíta Riddarann.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.