Hörður unnu á Selfossi í dag (Hörður Facebook)
Lokaleikur 6.umferðar Grill 66 deildinnar fór fram á Selfossi nú undir kvöld þar sem Harðverjar komu í heimsókn. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en í stöðunni 10-11 skoruðu Harðverjar 7 mörk í röð og breyttu stöðunni í 10-18. Selfyssingar náðu aðeins að klára í bakkann fyrir hálfleik en voru þó 5 mörkum undir 17-22. Selfyssingar byrjuðu síðari hálfleikinn mun betur og náðu að minnka muninn í 2 mörk 23-25 en þá gáfu Harðverjar aftur í og komu muninum aftur upp í 6 mörk. Leiknum lauk svo með þægilegum 4 marka sigri Ísfirðinga 35-39 sem komu sér upp í 4.sæti Grill 66 deildarinnar. Selfyssingar sitja í 6.sæti deildinnar. Markahæsti leikmaður Selfoss í dag var Hákon Garri Gestsson en hann skoraði hvorki meira né minna en 13 mörk. Hjá Ísfirðingum var Jose Esteves Lopes Neto markahæstur með 9 mörk og Endijs Kusners kom næstur með 8.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.