Fimm bestu sem Klipparinn þekkti ekki fyrir tímabilið
IHF)

Sigurjón Bragi atlason (IHF)

Á dögunum valdi Stymmi klippari topp fimm lista yfir þá leikmenn sem hafa komið honum mest á óvart sem hann þekkti ekki þegar tímabilið fór af stað.

Það var af nógu að velja enda Olís-deild karla upp full af ungum og efnilegum leikmönnum sem margir hverjir eru að taka sín fyrstu skref á meistaraflokksferlinum.

Listann má sjá hér að neðan.

1. Anton Frans Sigurðsson (ÍBV): Fyrir tímabilið höfðu menn áhyggjur af hægra horninu hjá ÍBV en Anton Frans hefur komið frábærlega inn í liðið á þessu ári og eignað sér stöðuna.

2. Sigurjón Bragi Atlason (Afturelding): Unglingalandsliðsmarkmaður sem hefur fengið stærra hlutverk í liðinu eftir að Einar Baldvin meiddist og hefur gripið það tækifæri og verið frábæra í undanförnum leikjum.

3. Jökull Blöndal Björnsson (ÍR): Stórskytta í ÍR sem Frammarar báru víurnar á dögunum en ÍR-ingar söðgu þeim að gleyma þessu. Átti stórleik gegn Aftureldingu á dögunum og tryggði ÍR fyrsta sigurinn þegar þeir komust í 8 liða úrslit í bikarkeppninni.

4. Jónas Karl Gunnlaugsson (Selfoss): Einn af mörgum spennandi leikmönnum í Selfoss liðinu sem hafa troðið ófáum sokkunum í kokið á Stymma Klippara það sem af er vetri. Jónas Karl hefur stýrt ferðinni á miðjunni í þessu unga og spennandi liði.

5. Loftur Ásmundsson (Stjarnan): Kom til Stjörnunnar frá Val í sumar. Er línumaður en hefur verið að láta til sín taka í varnarleik Stjörnunnar það sem af er vetri. Minnir Stymma mikið á Magnus Saugstrup línumann Danmerkur og er það ekki leiðum að líkjast.

5. Þórir Ingi Þorsteinsson (FH): Fengið tækifærið í hægra horninu og hægri skyttu FH-inga eftir að mikli meiðsli hafi hrjáð liðið. Hefur átt upp og niður leiki eins og allt FH liðið en hefur hrifið strákana í Handkastinu þegar hann hefur verið á deginum sínum.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni af þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top