Simon Pytlick (AXEL HEIMKEN via AFP)
Danski miðillinn, TV 2 Sport fullyrðir að danski landsliðsmaðurinn, Simon Pytlick gangi í raðir Fuchse Berlín eigi síðar en sumarið 2027 frá Flensburg. Simon Pytlick framlengdi samningi sínum við Flensburg á dögunum til ársins 2030 en nú virðast félögin hafa náð saman um að Fuchse Berlín kaupi leikmanninn og fái hann eigi síðar en sumarið 2027, mögulega næsta sumar. Það hefur verið rætt og ritað um þann möguleika að Pytlick gangi í raðir Fuchse Berlín síðustu vikur og nú virðast félögin hafa náð samkomulagi sín á milli. Meðal annars hefur besti handboltamaður heims og hægri skytta félagsins, Daninn Mathias Gidsel, óskað opinberlega eftir því að þeir tveir sameinist á ný. Þá hefur ráðningin á Nicolej Krickau sennilega haft mikil áhrif en Krickau þjálfaði þá félaga á sama tíma hjá GOG á sínum tíma. Hvort Pytlick fari til Berlínar næsta sumar ræðst á gengi Flensburgar á þessu tímabili en vinni liðið sér sæti í Meistaradeildinni verður að teljast ólíklegt að Flensburg hleypi Pytlick strax til Berlínar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.