Riðlakeppni Evrópudeildarinnar hefst á morgun
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Fram bíður verðugt verkefni í Evrópudeildinni í vetur (Kristinn Steinn Traustason)

Á morgun fá Frammarar Þorstein Leó og liðsfélaga í heimsókn í Úlfarsárdalinn en um er að ræða fyrsta leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þennan veturinn.

Við Íslendingar ættum að þekkja þessa keppni orðið vel en um er að ræða þriðja tímabilið þar sem íslenskt lið tekur þátt í riðlakeppninni. Valsarar riðu á vaðið með þátttöku sinni tímabilið 2022/23 þar sem liðið fór alla leið í 16 liði úrslit þar sem þeir litu í lægra haldi fyrir þýska stórliðinu Göppingen 69-60 samanlagt.

Í fyrra tóku svo bæði Valur og FH þátt í riðlakeppninni en hvorugt liðið komst þó áfram í útsláttarkeppninna.

Við ætlum að fara yfir sviðið og kynnast liðunum sem taka þátt í ár.

Í A riðli eru þýska stórliðið SG Flensburg-Handewitt, AHC Potaissa Turda frá Rúmeníu, Saint-Raphael Var Handball frá Frakklandi og IRUDEK Bidasoa Irun frá Spáni.

Í B riðli eru franska liðið Montpellier, Rebud KPR Ostrovia Ostrow Wlkp frá Póllandi, þýska stórliðið THW Kiel og BSV Bern frá Sviss.

Í C riðli eru BM. Granollers frá Spáni, RD LL Grosist Slovan frá Slóveníu, Skanderborg Aarhus frá Danmörku en Kristján Örn Kristjánsson leikur með liðinu og CS Minaur Baia Mare sem slógu Stjörnuna út í vítakastskeppni í síðasta mánuði.

Í D riðli eru Fram, FC Porto frá Portúgal, sem Þorsteinn Leó Gunnarsson leikur með, Elverum sem Tryggvi Þórisson leikur með og HC Kriens-Luzern. Það verður því önnur Íslandsferð fyrir Þorstein Leó og Tryggva en þeir spiluðu báðir með liðum sínum á Íslandi í Evrópudeildinni í fyrra. Þorsteinn Leó mætti Val og Tryggvi mætti FH, þá með IK Savehof.

Í E riðli eru MT Melsungen en þeir Arnar Freyr Arnarsson og Reynir Þór Stefánsson spila báðir með þýska liðinu, FTC-Green Collect frá Ungverjandi, Benfica sem Stiven Tobar Valencia leikur með og sænska liðið HF Karlskrona.

Í F riðli eru IFK Kristianstad frá Svíþjóð, HC Vardar frá Norður-Makedóníu, Fenix Toulouse frá Frakklandi og MRK Sesvete frá Króatíu.

Í G riðli eru lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundsonar í Fredericia frá Danmörku, Tatran Presov frá Slóvakíu, Hannover-Burgdorf þar sem Heiðmar Felixsson er aðstoðarþjálfari og IK Savehof sem Birgir Steinn Jónsson leikur með.

Í H riðli eru svo Kadetten Schaffhausen frá Sviss sem Óðinn Þór Ríkharðsson spilar með, RK Nexe frá Króatíu, Abanca Ademar Leon frá Spáni og RK Partizan frá Serbíu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top