Leikmenn eiga ekki að drífa sig í atvinnumennsku
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Rúnar Kárason (Sævar Jónasson)

Rúnar Kárason var gestur í Aukakastinu á dögunum en í Aukakastinu fá Styrmir Sigurðsson og Kristinn Björgúlfsson til sín fyrrum leikmenn, þjálfara og aðra sem tengjast handboltanum og spyrja alla sömu spurninganna allt frá bernsku til dagsins í dag.

Rúnar Kárason var spurður að því hvort hann væri með holl ráð til yngri leikmanna sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni í dag og það lá ekki á svörum.

,,Ég er á þeirri skoðun að menn eigi ekki að vera að drífa sig út í atvinnumennsku. Það eru til dæmi um menn sem eiga að fara út eins og í tilviki Blæs Hinrikssonar og Birgi Steins Jónssonar en ég sagði nú líka við Reyni Þór Stefánsson að það væri enginn heimsendir að hann færi ekki út strax.“

Rúnari finnst leikmenn vera alltof mikið að drífa sig út í stað þess að taka lengri tíma í deildinni heima til þess að þróa leik sinn betur og vinna í veikleikum sínum. „Reynir náði að þróa leik sinn mikið síðasta ár, fór úr því að vera goal getter yfir í það að vera einn af okkar bestu varnarmönnum og frábær leikstjórandi. Þegar hann átti off dag í skotum gastu alltaf séð 9 til 10 stoðsendingar hjá honum og byrjaður að gera mennina í kringum sig betri.“

Ráð Rúnars til yngri leikmanna er því að vinna í veikleikum sínum meðan þú ert heima á Íslandi því þegar þú ert kominn erlendis þá er minni tími til þess. „Þegar þú ert kominn í atvinnumennsku þá gerist allt hraðar, það er minni þolinmæði og þú hefur ekki tíma til að vinna í fintunni þinni til hægri, það á bara að vera tilbúið. Þú hefur tíma til þess á Íslandi, þú hefur ekki tíma til þess í Danmörku og Þýskalandi“

Þú getur hlustað allan þáttinn með Rúnari Kárasyni hér að neðan

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top