Tryggvi Sigurberg Traustason (Sigurður Ástgeirsson)
7.umferðin í Olís-deild karla hefst í kvöld þegar Selfoss og FH mætast á Selfossi en leiknum er flýtt vegna þátttöku FH í Evrópubikarnum næstu helgi. FH ferðast til Tyrklands síðar í vikunni og leikur tvo leiki gegn Nilufer í Evrópubikarnum. Selfoss og FH eru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld með fimm stig að loknum sex umferðum. Benedikt Grétarsson var gestur í nýjasta þætti Handkastsins og hann gerir ráð fyrir hörkuleik. ,,Þetta er áhugaverður leikur. Þetta var leikur sem ég hefði ekki nennt að horfa á fyrir mánuði síðan en nú er staðan önnur. Ég held að FH klári hinsvegar þennan leik,” sagði Benedikt og bætti við að: ,,Það getur allt gerst.” FH gerði jafntefli gegn nýliðum Þórs í síðustu umferð en mæta nú hinum nýliðunum í Olís-deildinni í kvöld áður en þeir halda til Tyrklands.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.