Lyse gengur í raðir PSG næsta sumar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Simen Lyse (Ruben De La Rosa / NurPhoto via AFP)

Simen Lyse hefur verið kynntur sem leikmaður franska stórliðsins, PSG frá og með næsta sumri. PSG tilkynnti fréttirnar á heimasíðu sinni nú rétt í þessu.

Simen Lyse sem leikur með Kolstad í Noregi og norska landsliðinu var orðaður við PSG á dögunum og nú hefur það verið gefið út að hann gangi í raðir franska félagsins næsta sumar. Samningur Lyse og PSG er til ársins 2029.

Umboðsmaður Simen Lyse er Íslendingurinn, Arnar Freyr Theodórsson.

Simen Lyse er fæddur árið 2000 og hefur verið í norska landsliðinu undanfarin ár. Þar hefur hann spilað 36 landsleiki og skorað 111 mörk.

Lyse er lykilmaður í liði Kolstad sem hefur ekki náð að stíga það skref sem félag sem margir héldu fyrir nokkrum árum þegar félagið sótti til sín reynslu mikla leikmenn á borð við Sigvalda Björn Guðjónsson, Janus Daða Smárason, Sander Sagosen, Torbjörn Bergerud, Magnus Gullerud og fleiri leikmenn.

Það verður athyglisvert að fylgjast með Lyse á nýjum slóðum á næsta tímabili og eins verður fróðlegt að sjá hvernig Kolstad ætlar að fylla það skarð sem Norðmaðurinn skilur eftir sig.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top