Er að eiga besta tímabil ferilsins
Sigurður Ástgeirsson)

Hannes Höskuldsson (Sigurður Ástgeirsson)

Hannes Höskuldsson vinstri hornamaður nýliða Selfoss hefur farið hreinlega á kostum á tímabilinu í fyrstu sjö leikjum liðsins í Olís-deild karla.

Hannes sem er uppalinn á Selfossi hefur leikið allan sinn feril með sínu uppeldisfélagi og er að leika sitt sjöunda tímabil í meistaraflokki.

Hannes er markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar sem stendur með 57 mörk. 

Hans fyrsta tímabil var tímabilið 2018/2019 þegar Selfoss varð Íslandsmeistari. Tímabilið 2020/2021 sleit hann krosbband og lék ekki nema part af því tímabili og tímabilinu í kjölfarið.

Í fyrra lék hann með Selfossi í Grill66-deildinni en hefur komið eins og stormsveipur inn í Olís-deildina á nýjan leik á þessu tímabili og skorað 8,1 mark að meðaltali í leik og er með 75% skotnýtingu.

Mest hafði Hannes verið með 1,8 mörk að meðaltali í leik tímabilin 2022/2023 og 2023/2024.

Selfoss tapaði í gær í fyrsta leik 7. umferðarinnar gegn deildarmeisturum FH 28-33 þar skoraði Hannes ellefu mörk úr þrettán skotum. Hannes hefur skorað 22 mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top