Evrópudeildin: Melsungen með sigur í Íslendingaslag og önnur úrslit kvöldsins
(Baldur Þorgilsson)

Arnar Freyr Arnarsson ((Baldur Þorgilsson)

Fyrsta umferð Evrópudeildarinnar fór fram í kvöld með 16 leikjum. Að vanda áttum við Íslendingar okkar fulltrúa í leikjum kvöldsins.

Fram (ISL) - FC Porto (POR) 26-38
Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar gerðu góða ferð í Lambhagahöllina en þeir unnu 26-38 sigur á Fram. Ívar Logi Styrmisson var markahæstur í liði Fram með 7 mörk og Antonio Martínez var markahæstur í liði Porto með 7 mörk. Þorsteinn Leó skoraði 4 mörk í kvöld.

Elverum (NOR) - HC Kriens (SUI) 31-34
Tryggvi Þórisson og félagar í Elverum lutu í lægra haldi gegn HC Kriens í kvöld en þessi liði eru með Fram í riðli. Tryggvi skoraði ekki mark í kvöld.

Granollers (ESP) - Skanderborg (DEN) 26-31
Kristján Örn Kristjánsson (Donni) og félagar mættu liði Granollers á Spáni í kvöld og unnu 5 marka sigur. Donni skoraði 4 mörk í kvöld.

MT Melsungen (GER) - Benfica (POR) 28-26
Arnar Freyr Arnarsson, Reynir Þór Stefánsson og félagar í Melsungen unnu Stiven Tobar Valencia og félaga í Benfica í sannkölluðum Íslendingaslag. Arnar Freyr skoraði 3 mörk fyrir Melsungen og Stiven skoraði 3 mörk fyrir Benfica. Reynir Þór spilaði ekki með Melsungen í kvöld.

Fredericia (DEN)- Hannover-Burgdorf (GER) 29-31
Lærisveinar Heiðmars Felixssonar unnu fyrrum lærisveina Guðmundar Guðmundssonar sem var rekinn frá Fredericia fyrr á tímabilinu.

Kadetten Schaffhausen (SUI) - Ademar Leon (ESP) 30-22
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten unnu góðan sigur á spænska liðinu Ademar Leon. Óðinn var markahæstur í svissneska liðinu með 9 mörk.

Andreas Joas)
Óðinn Þór var frábær með liði sínu Kadetten Schaffhausen í kvöld

Tatran Presov (SVK) - IK Savehof (SWE) 30-30
Birgir Steinn Jónsson og félagar í Savehof gerðu jafntefli í Slóvakíu. Birgir Steinn skoraði ekki í kvöld.

Toulouse (FRA) - Kristianstad (SWE) 28-30
Einar Bragi Aðalsteinsson og félagar í Kristianstad gerðu góða ferð til Frakklands og unnu tveggja marka sigur á Fenix Toulouse. Einar Bragi var frábær í kvöld og skoraði 6 mörk.

Önnur úrslit kvöldsins:
Ferencvaros - Karlskrona 31-29
Montpellier - Kiel 28-30
Potaissa Turda - Bidasoa Irun 33-34
Vardar 1961 - Sesvete 34-29
Flensburg - St. Raphael 32-30
Nexe - Partizan 30-22
Ostrow Wielkopolski - Bern 32-28
Slovan - Minaur Baia Mare 35-29

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top