Máli Ívars Loga vísað frá af aganefnd
Kristinn Steinn Traustason)

Ívar Logi Styrmisson (Kristinn Steinn Traustason)

Aganefnd HSÍ tók fyrir erindi á fundi sínum í hádeginu í dag sem þeim barst frá málskotsnefnd HSÍ þar sem vísað var til nefndarinnar vegna leikbrots Ívars Loga Styrmissonar leikmanns Fram sem átti sér stað í leik Aftureldingar og Fram 2.október síðastliðinn.

Handkastið hefur greint ítarlega um málið og síðast í gær þar sem Gísli Freyr Valdórsson formaður handknattleiksdeildar Fram sagði að reglur HSÍ um þetta eru nokkuð skýrar þar sem gefinn er fimm daga frestur til að skjóta málinu til aganefndar. Sá frestur var liðinn þegar málskotsnefnd kom saman til fundar en málinu var vísað til aganefndar sex dögum eftir leik.

Greinargerð barst frá Fram um málið. Í greinargerðinni var þess krafist að málinu yrði frávísað þar málskotið hafi ekki verð sent aganefnd innan þeirra tímamarka sem gilda um slík málskot til nefndarinnar.

Í úrskurði aganefndar HSÍ segir:

Í 2. mgr. 1. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er skýrt kveðið á um að málskoti frá málskotsnefnd HSÍ „ [skuli] beint til aganefndar innan  5 daga frá því að meint alvarlegt agabrot bar við, og skulu almennir frídagar ekki taldir með“. Leikurinn, þar sem umrætt atvik átti sér stað í, fór fram 2. október sl., en málskotið barst til aganefndar þann 8. október sl., eða 6 dögum eftir að  atvikið átti sér stað. Á þeim dögum sem um ræðir voru engir almennir frídagar, sem réttlæt geta að erindið barst aganefnd ekki innan þeirra 5 daga sem áskilið er í reglugerðinni enda teljast helgar ekki almennir frídagar í skilningi þess hugtaks í lögum, kjarasamningum og víðar, sbr. m.a. lög nr. 39/1966 um almennan frídag 1. maí. Málskotið er því of seint fram komið og aganefnd óheimilt að taka afstöðu til erindisins.  

Máli þessu er vísað frá aganefnd. 

Þá voru tekin fyrir rauð spjöld sem Tindur Ingólfsson leikmaður Fram 2 fékk í leik gegn Víking í Grill66-deildinni og Jón Þórarinn Þorsteinsson markvörður FH fékk gegn Selfossi í gærkvöldi. Var það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málanna og sluppu báðir leikmenn við leikbönn.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top