Porto keyrði yfir Framara – Þorsteinn Leó skoraði fjögur
Sævar Jónasson)

Ívar Logi Styrmisson (Sævar Jónasson)

Fram tók á móti Porto í 1.umferð Evrópudeildarinnar í Úlfarsárdalnum í kvöld. Fyrirfram var vitað að um erfitt verkefni væri að ræða fyrir Íslands- og bikarmeistara Fram og það kom á daginn.

Porto vann afar sannfærandi sigur 26-38 eftir að hafa verið 11-16 yfir í hálfleik.

Jafnræði var með á liðunum í upphafi leiks en í stöðunni 5-7 kom slæmur kafli hjá Fram og breyttist staðan í 6-12.

Einar Jónsson stillti upp í 7 á 6 sóknarleik í leiknum sem gekk ágætlega en hver mistök voru dýrkeypt. Vinstri hornamaðurinn, Ívar Logi Styrmisson stýrði spilinu á miðjunni og var besti leikmaður Fram í leiknum.

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins og spilaði fyrstu fimmtán mínútur leiksins. Hann kom svo aftur inná í seinni hálfleik og skoraði þrjú mörk í röð.

Markverðir Fram fundu sig ekki í leiknum það hafði áhrif á varnarleik liðsins. Framarar hengu í portúgalska liðinu en í stöðunni 19-23 fyrir Porto fór Einar Jónsson að skipta lykilmönnum af velli enda mikilvægur leikur gegn ÍR í Olís-deildinni næstkomandi föstudagskvöld.

Atvinumannaliðið nýtti sér það og komust mest tólf mörkum yfir 22-34. Lokatölur eins og fyrr segir 26-38.

Ívar Logi Styrmisson var markahæstur í liði Fram með sjö mörk og Theodór Sigurðsson kom næstur með sex. Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk.

Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Porto úr sex skotum.

Fínasta mæting og stemning var í Úlfarsárdalnum í kvöld og geta Framarar gengi stoltir frá borði þrátt fyrir skell undir lokin.

Næsti leikur Fram í Evrópudeildinni verður gegn Elverum í Noregi næstkomandi þriðjudagskvöld en næsti heimaleikur liðsins verður 18.nóvember þegar liðið fær HC Kriens í heimsókn. HC Kriens hafði betur gegn Elverum á útivelli í kvöld 31-34 í hinum leik riðilsins.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top