Tveir Danir í liði umferðarinnar
(Photo by Michael Hundt / dpa Picture-Alliance via AFP)

Lasse Møller ((Photo by Michael Hundt / dpa Picture-Alliance via AFP)

8.umferð þýsku bundesligunnar lauk á sunnudaginn og gaf Daikin handball út í gær lið umferðarinnar.

Flensburg og Gummersbach sitja á toppi deildarinnar með 14 stig hvor en Flensburg á leik til góða. Magdeburg fylgir fast á hæla þeirra með 13 stig en þeir eiga 2 leiki til góða.

Julian Buchele(Göppingen)

Julian Buchele markvörður Göppingen og liðsfélagi Ýmis Arnar átti fínan leik þegar að lið hans tapaði illa gegn Gummersbach með 12 mörkum. Julian varði 6 skot(22,2%).

Florian Drosten(Melsungen)

Florian Drosten vinstra hornarmaður Melsungen átti góðan leik þegar að lið hans vann Blæ Hinriks og félaga í Leipzig. Florian skoraði 7 mörk í leiknum.

Lasse Møller(Flensburg)

Lasse Møller átti glæsilegan leik þegar að Flensburg sótti afar mikilvægan sigur á Kiel. Lasse skoraði 10 mörk úr 10 skotum í leiknum.

Tim Suton(Lemgo)

Tim Suton átti stórkostlegan leik fyrir Lemgo þegar að lið hans vann 2 marka sigur á Stuttgart. Tim skoraði 12 mörk, gaf 2 stoðsendingar og stal boltanum einu sinni.

Fabian Wiede(Füchse Berlin)

Fabian Wiede hægri skytta Füchse Berlin klikkaði ekki á skoti þegar að Berlin niðurlægði Minden með 15 marka mun. Fabian skoraði 5 mörk og gaf 5 stoðsendingar.

Marius Steinhauser(Hannover)

Marius Steinhauser hægra hornarmaður Hannover átti glæsilegan leik þegar að Hannover vann Eisenach með 2 marka mun 32-30. Steinhauser skoraði 13 mörk úr 14 skotum og gaf eina stoðsendingu.

Magnus Saugstrup(Magdeburg)

Magnus Saugstrup línumaður og liðsfélagi Ómars Ingi, Elvars Arnar og Gísla Þorgeirs var með 100% skotnýtingu þegar að Magdeburg sigraði Bergischer með 9 marka mun 39-30. Saugstrup skoraði 6 mörk í leiknum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top