Fannst ég ekki vera horfa á ÍBV vera að spila
Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Róbert Sigurðarson (Skapti Hallgrímsson / Akureyri.net)

Haukar fóru til Vestmannaeyja á sunnudaginn og fóru illa með lið ÍBV í lokaleik 6.umferðarinnar. Haukar fóru heim með sigur af hólmi eftir tíu marka sigur.

ÍBV voru heillum horfnir í leiknum og voru Haukar með undirtökin meira og minna allan leikinn. Staðan í hálfleik var 20-13 Haukum í vil.

Rætt var um frammistöðu ÍBV í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Stymmi klippari og Benedikt Grétarsson fóru yfir málin.

,,Haukarnir líta ógeðslega vel út. Það kom mér á óvart hversu súrt þetta er orðið í Vestmannaeyjum hratt. Í fyrri hálfleik í leiknum gegn Aftureldingu var allt á fullu og ég hélt að ÍBV væri að fara keyra yfir þessa bikarkeppni. Þeir litu mjög vel út,” sagði Stymmi klippari.

,,Síðan koma 20 mínútur í þeim leik sem var algjört hrun og andleysið gegn Haukum var eitthvað sem maður ætti ekki að þekkja hjá Eyjamönnum,” sagði Stymmi klippari og bætti við að lýsendur leiksins höfðu enga trú á þessu.

,,Þeir voru búnir að gefast upp í upphafsflautunni heyrðist mér,” sagði Benedikt Grétarsson og tók til máls.

,,Þetta er svo auðkennislaust (e. identity). Síðustu tíu árin hefur þetta snúist svo rosalega mikið um Kára Kristján. Alltaf þegar þeir voru í smá holu þá gátu Kári og Dagur spilað tveggja manna bolta og  voru frábærir í því. Þeir eru ekki með það lengur og mér fannst ég ekki vera horfa á ÍBV vera að spila. Mér fannnst bara eins og þetta væri eitthvað lið sem var komið inná völlinn óvart,” sagði Benni en ÍBV er með sex stig að loknum sex umferðum og sitja í 6.sæti deildarinnar.

,,Það er rosalega skrítin stemning yfir þessu öllu,” sagði Benni að lokum.

ÍBV fer aftur í Mosfellsbæinn á laugardaginn í lokaleik 7.umferðar Olís-deildar karla.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top