Miguel Martins (Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)
Portúgalski landsliðsmaðurinn Miguel Martins snýr aftur á sinn gamla heimavöll í dag þegar Álaborg og Dinamo Bucuresti mætast í 5.umferð Meistaradeildarinnar í Álaborg í dag. Allir leikir Meistaradeildarinnar eru sýndir í beinni á Livey. Martins gekk í raðir rúmensku meistarana í Bucuresti í sumar eftir ársdvöl í Danmörku en þar áður lék hann í Ungverjalandi með Pick Szeged. Dvöl hans í Rúmeníu hófst hinsvegar ekki á þann veg sem Martins óskaði sér því hann varð fyrir alvarlegum axlarmeiðslum á síðustu leiktíð í leik með Álaborg gegn Skjern. Þurfti hann að gangast undir aðgerð en hann lék sinn fyrsta leik með Bucuresti í rúmensku deildinni um síðustu helgi. Alls var Martins frá í tæplega hálft ár en gera má ráð fyrir honum í leiknum í Álaborg í dag. Leikur Álaborgar og Dinamo Bucuresti hefst klukkan 16:45 í dag en Álaborg er með sex stig í 2.sæti riðilsins á meðan Dinamo Bucuresti er án stiga á botni riðilsins.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.