(Veszprém)
Ungverska stórliðið, Veszprém tilkynnti í dag að þrír lykilmenn liðsins hafi framlengt samninga sína við félagið. Um er að ræða franska landsliðsmanninn, Nedim Remili sem framlengir til ársins 2029. Króatíski landsliðsmaðurinn, Luka Cindric framlengir samning sinn við Veszprém til ársins 2028 og þá hefur brasilíski landsliðsmaðurinn Thiagus Petrus sem gekk til liðs við ungverska liðið í sumar framlengt samningi sínum til ársins 2027. Petrus gekk í raðir Veszprém eftir sjö ára veru hjá Barcelona. Athygli vekur að Nedim Remili geri samning við Veszprém til ársins 2029 en hann var orðaður við Paris Saint Germain fyrr í sumar en samkvæmt heimildum Handkastsins strönduðu viðræður leikmannsins við PSG á dögunum og hefur hann nú ákveðið að halda áfram ferli sínum með Veszprém. Remili er á sínu þriðja tímabili með Veszprém eftir veru sína í Póllandi hjá Kielce.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.