Hafþór Vignisson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Hafþór Vignisson hægri skytta nýliða Þórs verður frá næstu vikurnar eftir meiðsli sem hann hlaut í leik Þórs og Stjörnunnar fyrir tveimur vikum. Hafþór hefur misst af síðustu tveimur leikjum Þórs en vonir stóðu til að Hafþór gæti farið að leika á nýjan leik með liðinu í 7.umferðinni sem leikin verður í kvöld. Hafþór sagði í samtali við Handkastið í vikunni að staðan væri ekki nægilega góð og það mætti gera ráð fyrir að hann yrði frá næstu vikurnar í það minnsta. Hafþór sneri sig tvívegis á ökkla í leik gegn Stjörnunni í 5.umferð Olís-deildarinnar og er enn að jafna sig af þeim meiðslum. Batinn hefur gengið hægar en vonir stóðu til. Þór tekur á móti HK í Höllinni á Akureyri í kvöld klukkan 19:00 í 7.umferð Olis-deildar karla. Bæði lið eru með fjögur stig í 10. og 11.sæti deildarinnar. Leikir kvöldsins:
18:30 KA - Valur
19:00 Þór - HK
19:30 Haukar - Stjarnan

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.