Ágúst Guðmundsson (Sævar Jónasson)
HK-ingar mættu norður og léku gegn Þórsurum í Olís deild karla í kvöld. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi aldrei náð að vera spennandi en Þórsarar náðu að hanga í HK fyrstu 15 mínútur leiksins en þá skildu leiðir. Staðan í hálfleik var 11-17 HK í vil. Það sama var uppá teningnum í síðari hálfleik þar sem HK höfðu öll völd á vellinum og hleyptu Þórsurum aldrei inn í leikinn. Lokatölur urðu 24-32 og 8 marka sigur HK-inga staðreynd sem hafa nú unnið 3 leiki í röð í Olís deildinni og eru svo sannarlega komnir á beinu brautina. Andri Þór Helgason var frábær í liði HK í kvöld og skoraði 10 mörk í leiknum en Brynjar Hólm Grétarsson skoraði einnig 10 mörk fyrir Þór. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.