Gabríel Martinez Jakob Ingi Stefánsson (Eyjólfur Garðarsson)
Samkvæmt heimildum Handkastsins verður Gabríel Martinez í leikmannahópi ÍBV í stórleik 7.umferðar Olís-deildar karla á morgun þegar ÍBV heimsækir Aftureldingu heim í Mosfellsbænum. Gabríel Martinez hefur leikið með ÍBV síðustu tímabil en tók sér pásu frá handknattleiksiðkun í sumar en lék tvo leiki með ÍBV 2 í Powerade-bikarnum og lék einkar vel gegn Herði og KA. Gabríel Martinez er ætlað að fylla skarð hins unga og efnilega Antons Frans Sigurðssonar sem samkvæmt heimildum Handkastsins er nefbrotinn og verður frá keppni næstu vikurnar í það minnsta. Í morgun staðfesti Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV að Daníel Þór Ingason yrði frá vegna meiðsla sem hann hlaut við gerð myndbandsefnis á vegum HSÍ um síðustu helgi og það eru því skorð höggvin í lið ÍBV fyrir leikinn á morgun gegn Aftureldingu. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður sýndur í Handboltapassanum. Uppfært: Anton Frans fékk fyrst greiningu að hann væri nefbrotinn. Hann hefur nú fengið staðfestingu að svo var ekki heldur var hann svo illa bólginn. Óvíst er hversu lengi eða hvort Anton Frans verði frá keppni. Anton fékk þungt högg á nefið í leik með IBV gegn Val í 3.flokki á dögunum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.