Gunnar Hrafn Pálsson - Filip Andonov (Eyjólfur Garðarsson)
Gróttu menn fengu Fjölni í heimsókn í kvöld í Grill 66 deild karla. Fyrirfram var búist við því að þessi leikur gæti farið í ýmsar áttir. Fjölnis menn fengu byr undir báða vængi eftir frábæran sigur í bikarnum um daginn og ljóst að þeir voru til alls líklegir að gera Gróttu mönnum skráveifu. Grótta voru mun betri í fyrri hálfleik og höfðu gott forskot lengi vel. Fóru þeir inn í hálfleikinn 17-13. Þegar 10 mínútur lifðu leiks náðu Fjölnismenn að jafna og úr varð spennuleikur í lokin sem fór svo að Grótta vann 29-28 með sigurmarki frá Tómasi Braga Starrasyni í tómt markið nokkrum sekúndum fyrir leikslok en Fjölnir hafði stuttu áður jafnað metin með engan í markinu. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Tylla þeir sér á toppinn með þessum sigri. Að minnsta kosti um stundarsakir.
Gunnar Hrafn Pálsson var markahæstur í Gróttu með 8 mörk og Hannes Pétur Hauksson tók 13 bolta í markinu.
Hjá Fjölni voru Brynjar Óli og Heiðmar Björgvinsson markahæstir með 7 mörk. Bergur Bjartmarsson varði 15 skot í markinu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.