Það klikkaði eitthvað í undirbúningnum í sumar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bjarni Fritzson (Sævar Jónsson)

ÍR tapaði gegn HK í 6.umferð Olís-deildar karla á föstudagskvöldið 30-28 og sitja sem fastast á botni deildarinnar með eitt stig eftir leikinn. 

HK var með tvö stig fyrir leikinn eru nú komnir með fjögur stig, þremur stigum meira en ÍR. Þór, HK og Fram eru í 9.-11.sæti deildarinnar en ÍR mætir Fram í 7.umferð Olís-deildarinnar á föstudagskvöldið.

Rætt var um gengi ÍR-liðsins í nýjasta þætti Handkastsins þar sem Benedikt Grétarsson var gestur þáttarins.

,,Það hefur eitthvað klikkað í undirbúningnum hjá þeim í sumar. Ég veit ekki hvort menn hafi farið aðeins framúr sér og haldið að þeir væru betri en þeir eru útaf þessum fína árangri sem þeir náðu í fyrra,” sagði Stymmi klippari og hélt áfram.

,,ÍR er búið að mæta nánast öllum liðunum í fyrri umferðinni sem þeir ættu fyrirfram að eiga einhvern möguleika. Þeir hafa mætt Þór, Selfoss, KA, Aftureldingu, HK og Haukum.”

,,Þeir eiga Fram næsta föstudag. Framarar eru í miðri Evrópukeppni og eru að glíma við mikil meiðsli. Eftir það fara þeir á Hlíðarenda og mæta Val. Þetta gæti alveg verið þannig að eftir átta umferðir verða þeir smekknegldir við botninn,” sagði Stymmi en um gríðarlega mikilvægan leik er um að ræða fyrir bæði lið.

,,ÍR-ingar hljóta að horfa í þennan leik sem möguleika á að ná í stig. Framarar eru með þunnan hóp, voru í erfiðum Evrópuleik á þriðjudaginn og menn eru að koma til baka. Það er ekkert auðvelt að gíra menn upp með svona stuttu millibili,” sagði Benedikt Grétarsson sem var næst spurður að því hvort Fram væri að eiga lélegustu titilvarnartímabil í sögunni en liðið er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari.

Leikurinn fer fram í Úlfarsárdalnum klukkan 19:30 í kvöld.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top