Ýmir Örn (Tom Weller / AFP)
Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í dag, þegar að Ýmir Örn og félagar í Göppingen tóku á móti Arnóri Þór og lærisveinum í Bergischer. Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur, liðin skiptust á að hafa forystuna en staðan í fyrri hálfleik var 11-11. Seinni hálfleikurinn var líkur þeim fyrri liðin skiptust á að hafa forystuna. Á 46. Mínútu fengu Bergsicher rautt spjald, þá stigu Göppingen á bensíngjöfina og unnu fimm marka sigur 26-21. Ýmir Örn skoraði eitt mark úr einu skoti. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Ludvig Hallback í liði Göppingen með sjö mörk og fjórar stoðsendingar. Næstu leikir: 17:00 Erlangan-Wetzlar 18:00 Kiel-Melsungen
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.