Erfiður dagur og erfiður leikur
Sævar Jónasson)

Sigursteinn Arndal (Sævar Jónasson)

Sigursteinn Arndal þjálfari FH var þungur í brún eftir átta marka tap liðsins gegn Nilufer Bursa í fyrri leik liðanna í 64-liða úrslitum Evrópubikarsins.

Liðin eigast við í seinni viðureign einvígsins í Tyrklandi aftur á morgun. Leikurinn í dag endaði 23-31 fyrir Bursa eftir að staðan hafi verið 11-16 í hálfleik. Leikurinn í dag var heimaleikur FH í einvíginu.

Sigursteinn var í viðtali við samfélagsmiðla FH eftir leik og hafði þetta að segja.

,,Þetta var erfiður dagur og erfiður leikur. Margt sem gekk ekki upp hjá okkur. Við missum tökin snemma leiks. Við lendum í gríðarlega áfalli þegar við missum Þóri í ljót meiðsli sem sló okkur kannski,” sagði Sigursteinn sem sagði varnarleikinn ekki góðan í upphafi leiks.

,,Við erum eftir varnarlega allan fyrri hálfleikinn og náum fáum fríköstum og þeir ná algjöru frumkvæði og því verður stemningin eftir því.”

,,Að mörgu leiti töpum við fyrir töluvert betra liði í dag, það verður bara að segjast. Við vorum eftir á, í alltof mörgum þáttum í leiknum í dag.”

,,Þeir voru töluvert öflugri en við í dag og við leistum illa margar stöður bæði varnar og sóknarlega. Svo loks þegar við fáum færi þá fara þau forgörðum.”

,,Við verðum að átta okkur á því að það eru leikir eins og þessir sem er ástæðan fyrir því að við erum að taka þátt í þessum Evrópukeppnum til að gefa okkar ungu leikmönnum séns á að glíma við margt af því sem var að gerast í dag,” sagði Sigursteinn að lokum.

Seinni leikur liðanna fer fram klukkan 14:00 á morgun.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top