Erlingur Richardsson (Attila KISBENEDEK / AFP)
7.umferðin í Olís-deild karla klárast í dag þegar topplið Aftureldingar fær ÍBV í heimsókn í Mosfellsbæinn. Hefst leikurinn klukkan 15:00 og verður sýndur í Handboltapassanum. Í Handboltahöllinni sem sýnd er öll mánudagskvöld var farið yfir frammistöðu ÍBV liðsins í tíu marka tapi gegn Haukum í síðustu umferð og þar var einnig rætt ótrúleg meiðsli Daníels Þórs Ingasonar sem hann varð fyrir við tökur á markaðsefni á vegum HSÍ daginn fyrir leik. ,,Maður setur spurningarmerki helst hjá leikmönnum ÍBV, afhverju að láta teyma sig út í þetta? Afhverju að setja ekki spurningarmerki við þetta, daginn fyrir leik? Ég ætla ekki að kasta þessu öllu á HSÍ vegna þess að mér finnst þetta gott framtak hjá þeim," velti Rakel Dögg Bragadóttir fyrir sér en hún var gestur í Handboltahöllinni síðasta mánudagskvöld. ,,Þetta er ótrúlega svekkjandi og mögulega voru þeir svona slegnir útaf þessu," bætti Rakel við. ,,Erlingur Richardsson skellti alfarið skuldinni á HSÍ, en hvað með hann sjálfan? Að hleypa leikmanninum í þetta verkefni?" spurði Hörður Magnússon enn fremur. Umræðuna í Handboltahöllinni má sjá hér að neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.