Fékk blóð­tappa í heila og fór í hjarta­að­gerð – Kominn aftur í landsliðið
SOEREN STACHE / AFP)

Alexander Blonz - Noregur (SOEREN STACHE / AFP)

Vinstri hornamaðurinn, Alexander Blonz leikmaður Álaborgar í Danmörku var valinn í norska landsliðið á dögunum sem leikur um mánaðarmótin í fjögurraliða æfingamóti í Þrándheimi í Noregi, Golden League.

Það er nú kannski ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir leikmanninn en Alexander Blonz hefur glímt við veikindi undanfarna mánuði.

Rétt fyrir síðustu jól fór hnéskel Blonz úr liði á æfingu með Álaborg en það var ekki allt því daginn eftir greindist hann með blóðtappa í heila. Í kjölfarið gekkst hann undir aðgerð á hné og fjórum mánuðum síðar þurfti hann að fara í hjartaaðgerð.

Blonz missti því af heimsmeistaramótinu sem fór fram í Króatíu í janúar en hann er kominn til baka, byrjaður að spila með Álaborg og hefur nú verið valinn í norska landsliðið á nýjan leik.

,,Við viljum hafa hann með okkur þó svo að þetta sé vissulega fyrr en við bjuggumst við. Við viljum gefa honum nokkrar mínútur á vellinum í komandi verkefni,“ sagði Jonas Wille þjálfari norska landsliðsins.

Á Golden League taka þátt auk Noregs, Danmörk, Færeyjar og Holland. Er þetta hluti af undirbúningi þjóðanna fyrir EM sem fram fer í Noregi, Danmörku og Svíþjóð í janúar.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top