FH þurfa á öllu sínu að halda í seinni leik liðanna á morgun (J.L.Long)
FH mætti í dag tyrkneska liðinu Nilüfer BSK ytra í fyrstu umferð EHF European Cup. Liðin mætast svo öðru sinni á morgun. FH-ingar þurftu að þola 8 marka tap í dag 23-31 eftir að hafa verið 5 mörkun undir í hálfleik 11-16. Símon Michael Guðjónsson var markahæstur í FH liðinu í dag með 7 mörk og Genco Ilac var markahæstur í liði Nilüfer með 9 mörk. FH-ingar ferðuðust án þeirra Ómars Darra Sigurgeirssonar og Einars Inga Sindrasonar en báðir eru þeir meiddir. Leikurinn var jafn fyrstu mínuturnar en heimamenn voru þó alltaf með frumkvæðið. Tyrkirnir sigu svo framúr á síðustu 10 mínútum fyrri hálfleiksins. Síðari hálfleikurinn var erfiður fyrir FH-ingana sem skoruðu ekkert á fyrstu 8 mínútunum, 4-0 kafla tyrkneska liðsins kom þeim í 9 marka forystu 11-20. Reyndist þetta bil vera of mikið og lauk leiknum með 8 marka sigri Nilüfer BSK 23-31. Markaskor FH: Liðin mætast aftur á morgun kl. 14:00 að íslenskum tíma og það er ljóst að FH þarf á frábærum leik að halda ætli þeir sér að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar.
Símon Michael Guðjónsson með 7 mörk, Bjarki Jóhannson, Leonharð Þorgeir Harðarson og Garðar Ingi Sindrason skoruðu 3 mörk hver, Jón Bjarni Ólafsson og Jakob Martin Ásgeirsson skoruðu 2 mörk hvor, Halldór Ingi Jónasson, Birgir Már Birgisson og Brynjar Narfi Arndal skoruðu 1 mark hver. Daníel Freyr Andrésson var með 8 bolta varða eða 30,77% hlutfallsmarkvörslu og Jón Þórarinn Þorsteinsson varði 2 bolta, 13,33% hlutfallsmarkvörslu.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.