Víkingar rétt sluppu með skrekkinn á Ísafirði
Eyjólfur Garðarsson)

Stefán Freyr Jónsson (Eyjólfur Garðarsson)

Harðverjar fengu Víkinga í heimsókn vestur á firði í Íþróttahúsið á Torfnesi í dag í Grill 66 deild karla.

Í fyrri hálfleik var nánast jafnt á öllum tölum og fóru leikmenn og þjálfarar beggja liða til búningsherbergja í hálfleik með jafna stöðu, 14-14.

Í fyrripart seinni hálfleiks hélt jafnræðið áfram en þegar rúmar 12 mínútur lifðu leiks voru Harðarmenn komnir með 4 marka forskot.

Víkingar gáfust ekki upp og jöfnuðu í 30-30 þegar rúmar 4 mínútur voru eftir. Fór það svo í lokin að Ásgeir Snær Vignisson skoraði sigurmarkið í leiknum þegar 10 sekúndur voru eftir og tryggði Víkingum nauman 1 marks sigur, 32-33.

Hjá Herði var Sergio Barros með frábæran leik og skoraði hann 12 mörk. Stefán Freyr Jónsson varði 11 skot hjá þeim.

Hjá Víkingum var Akureyringurinn Ísak Óli Eggertsson atkvæðamestur eins og svo oft áður. Skoraði hann 7 mörk. Stefán Huldar varði 8 skot hjá þeim.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top