Jason Dagur Þórisson (Eyjólfur Garðarsson)
HK 2 fengu Selfoss 2 í heimsókn í Kórinn í dag í Grill 66 deild karla. Selfyssingar fóru betur af stað og voru betri aðilinn allan fyrri hálfleikinn. Í hálfleik var staðan 16-18. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.
Í seinni hálfleik héldu Selfyssingar áfram að vera með yfirhöndina. HK-ingar þjörmuðu vel að þeim undir blálokin en það dugði ekki til. Lokatölur 36-37 fyrir Selfoss.
Örn Alexandersson var með stórleik hjá HK. Setti hann 15 mörk. Markvarslan hjá HK skilaði bara 6 boltum.
Hjá Selfossi var Anton Breki Hjaltason með flottan leik og setti hann 10 mörk. Markvarslan hjá Selfossi skilaði 9 boltum.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.