Hefur leikið sinn síðasta landsleik á ferlinum
Laurent Lairys / DPPI via AFP)

Kentin Mahe (Laurent Lairys / DPPI via AFP)

Franski leikstjórnandinn, Kentin Mahe leikmaður Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni hefur tekið þá ákvörðun að leggja landsliðskóna til hliðar og hefur leikið sinn síðasta landsleik fyrir franska landsliðið.

Kentin Mahe varð 34 ára fyrr á árinu er á sínu öðru ári hjá Gummersbach eftir að hafa spilað með liðum á borð við Veszprém, Flensvburg, Hamburg og áður Gummersbach.

Mahé lék á ferlinum 175 landsleiki fyrir franska landsliðið og skoraði í þeim leikjum 560 mörk.

Hann varð heimsmeistari með Frökkum 2017 og 2015 og þá varð hann Evrópumeistari 2024. Hann á eitt Ólympíugull eftir sigur franska landsliðsins í Tókýó 2021.

Alls hefur Kentin Mahe unnið átta verðlauna á stórmótum með franska landsliðinu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top