Ólafur Stefánsson (RONNY HARTMANN / dpa Picture-Alliance via AFP)
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Handkastsins hefur goðsögnin, Ólafur Indriði Stefánsson verið ráðinn þjálfari U16 ára karla landsliðs Íslands. Óli Stef mun taka við liðinu ásamt Ásbirni Friðrikssyni fyrrum aðstoðarþjálfara FH í Olís-deildinni en Ásbjörn var spilandi aðstoðarþjálfari FH-liðsins síðustu ár áður en hann lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Hefur HSÍ ekki lagt það í vana sinn að tilkynna þjálfara ráðningar sínar en gera má hinsvegar ráð fyrir því að Ólafur og Ásbjörn tilkynni fyrsta landsliðshóp sinn sem kemur saman undir lok mánaðarins á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Handkastsins er Óli Stef að flytja heim til Íslands og tekur formlega til starfa sem þjálfari U16 ára landsliðsins þegar hópurinn kemur saman til æfinga 31.október. Síðustu þjálfaraverkefni Ólafs hafa verið í Þýskalandi bæði hjá Aue og Erlangen. Hann hefur verið án þjálfarastarfs í rúmlega ár.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.