Elís Þór með sýningu í Mosfellsbænum
Eyjólfur Garðarsson)

Sveinn Rivera skoraði átta mörk. (Eyjólfur Garðarsson)

Elís Þór Aðalsteinsson fór á kostum í sigri ÍBV á Aftureldingu í lokaleik 7.umferðar Olís-deildar karla sem fram fór í Mosfellsbænum í dag. Elís Þór gerði sér lítið fyrir og skoraði hvorki fleiri né færri en 15 mörk í eins marks sigri ÍBV 34-33.

Heimamenn hófu leikinn betur en í stöðunni 9-9 komust gestirnir yfir í fyrsta skipti í leiknum. Eftir það var ekkert aftur snúið og leiddu Eyjamenn 18-20 í hálfleik.

Mest náðu ÍBV sex marka forskoti í leiknum um miðbik seinni hálfleiks en Mosfellingar gáfust ekki upp og náðu mest að minnka muninn niður í eitt mark þegar innan við tvær mínútur voru eftir af leiknum. Sveinn José Rivera skoraði hinsvegar lokamark ÍBV í leiknum og kom liðinu í 34-32 en hann hafði klikkað skoti í sókninni á undan.

ÍBV varð fyrir áfalli í leiknum er Petar Jokanovic markvörður liðsins fór af velli vegna meiðsla. Hann meiddist í þann mund sem hann reyndi að verja eitt af vítaköstum Aftureldingar og kom ekkert aftur við sögu í leiknum.

Eins og fyrr segir var Elís Þór Aðalsteinsson með sýningu í leiknum og var allt í öllu í sóknarleik ÍBV með 15 mörk. Þá skoraði Sveinn José Rivera átta mörk fyrir ÍBV.

Hjá Aftureldingu var Árni Bragi Eyjólfsson markahæstur með tiu mörk og Stefán Magni Hjartarson skoraði sex mörk. Oscar Lykke og Harri Halldórsson og Ihor Kopysinski skoruðu allir fjögur mörk hver.

Með sigrinum fer ÍBV uppfyrir FH og Stjörnuna og tyllir sér í 5.sætið en Afturelding er í 2.sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum á eftir Haukum sem eru á toppi deildarinnar.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top