Stefán Árnason (Raggi Óla)
Stefán Árnason þjálfari Aftureldingar var að vonum svekktur eftir eins marks tap gegn ÍBV í lokaleik 7.umferðar Olís-deildar karla í dag, 33-34. Stefán var ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka í leiknum en ÍBV náði mest sex marka forystu í leiknum. Afturelding situr eftir leikinn í dag í 2.sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum á eftir Haukum sem eru á toppi deildarinnar. Afturelding fer í Garðabæinn í næstu umferð og mætir þar Stjörnunni. Stefán Árnason mætti í viðtal hjá Handkastinu eftir leik sem hægt er að sjá hér að neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.