Viggó Kristjáns (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinninni í dag og voru þrír íslendingar í eldlínunni. Fyrri leikur dagsins fór fram þegar að Erlangan bauð Wetzlar í heimsókn í PSD Bank Arena í Nürnberg. Erlangan byrjuðu leikinn af krafti og leiddu í hálfleik með sex mörkum 20-14. Í seinni hálfleik héldu Erlangan góðri spilamennsku og unnu 33-26 sigur. Viggó Kristjánsson skoraði 10 mörk og gaf 4 stoðsendingar, Andri Már Rúnarsson skoraði 5 mörk. Seinni leikur dagsins fór fram í Kiel borg þegar að Kiel tók á móti Arnari Frey og félögum í Melsungen. Kiel var betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu lengi vel með fjögra til fimm marka forystu en staðan í hálfleik var 17-12. Í seinni hálfleik héldu Kiel lengi vel forystunni en Melsungen náði að bæta stöðuna undir lok leiks en Kiel unnu 31-29 sigur. Arnar Freyr skoraði 4 mörk. Atkvæðamesti leikmaður vallarins var Florian Drosten í liði Melsungen með 11 mörk. Úrslit dagsins: Erlangan-Wetzlar 33-26 Kiel-Melsungen 31-29 Fjórir leikir fara fram á morgun í þýsku úrvalsdeildinni og hefst fyrsti leikur kl 13:00 Næstu leikir: 13:00 Stuttgart-Füchse Berlin 14:00 Leipzig-Magdeburg 14:30 Hamburg-Gummersbach 16:00 Minden-Hannover
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.