Einn sá efnilegasti framlengir við botnliðið
Egill Bjarni Friðjónsson)

Jökull Blöndal (Egill Bjarni Friðjónsson)

Jökull Blöndal Björnsson hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2028. ÍR tilkynnir þetta á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu.

Jökull, sem leikur í stöðu vinstri skyttu, er fæddur árið 2007 og hefur þrátt fyrir ungan aldur látið til sín taka í meistaraflokki ÍR undanfarin tvö tímabil.

Jökull sem er uppalinn í ÍR hefur verið viðloðin yngri landslið Íslands á undanförnum árum. Hann var í gær valinn í landsliðs æfingahóp U20 ára landsliðsins sem Ágúst Þór Jóhannsson valdi.

,,Hlutverk Jökuls hefur vaxið á núverandi tímabili en hann hefur skorað 36 mörk í fyrstu 7 leikjum Olís deildarinnar. Við ÍR-ingar erum glaðir með framlenginu Jökuls og hlökkum til með að fylgjast með honum taka næstu skref á sínum ferli í Skógarselinu," segir í tilkynningunni frá ÍR.

Handkastið sagði frá því fyrr í vetur að Framarar hafi reynt að kaupa Jökul frá ÍR en ÍR-ingar vildu ekki taka þátt í þeim viðræðum og afþökkuðu pent.

Þetta eru gríðarlega jákvæðar fréttir fyrir ÍR sem hafa nú fest Jökul hjá félaginu næstu tvö tímabil í það minnsta en liðið er á botni Olís-deildarinnar með einungis eitt stig að loknum sjö umferðum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top