milan-icon (
2 deildin er farin af stað. Hjá ÍR voru Bergþór Róbertsson með 9 mörk og Nökkvi Blær Hafþórsson með 8 mörk. Gunnar Flosi Grétarsson setti 12 mörk fyrir Míluna og athygli vakti að Alexander Már Egan var á skýrslu og setti 7 mörk. En hann var sem kunnugt er í Íslandsmeistaraliði Selfoss árið 2019.
Einn leikur var í dag og var það leikur milli ÍR 2 og Mílunnar frá Selfossi og var leikið í Skógarselinu.
Eftir fyrri hálfleik var staðan 20-16 fyrir heimamenn og endaði leikurinn 36-32 fyrir ÍR 2.
Gaman að sjá Míluna taka þátt í 2. deildinni í ár. Alltaf nóg til af ungum sem öldnum handboltamönnum á Selfossi.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.