Nikola Roganovic (Mohamed Tageldin / Middle East Images via AFP)
Hinn 19 ára Nikola Roganovic hefur samið við þýska stórliðið VfL Gummersbach og verður atvinnumaður í Þýskalandi frá og með næstu leiktíð. Roganovic, sem hefur þegar leikið með sænska landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur, hefur verið lykilmaður hjá HK Malmö, þrátt fyrir stuttan tíma þar. HK Malmö staðfesti félagaskiptin í dag og lýsti stolti yfir því að annar leikmaður liðsins haldi nú út í Evrópu til að stíga næsta skref á ferlinum. Í yfirlýsingu félagsins segir meðal annars: Samningur Roganovic við Gummersbach er til þriggja ára. Nýr þjálfari hans, Guðjón Valur Sigurðsson, lýsir mikilli ánægju með nýjustu viðbótina í hópnum. ,,Nikola er gífurlega hæfileikaríkur leikmaður. Við erum ánægð að leikur af þessari getu hafi valið okkur og hlökkum til framtíðarinnar með honum. Hann passar fullkomlega inn í okkar lið." Roganovic endaði sem næst markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð á eftir Óla Mittún sem gekk í raðir GOG í sumar. Þá hefur hann byrjað tímabilið gríðarlega vel í Svíþjóð og skoraði 21 mark í fyrstu tveimur leikjum Malmö í sænsku úrvalsdeildinni. Nikola sem er fæddur árið 2006 var auk þess valinn besti leikstjórnandinn á HM U19 ára sem fram fór í Egyptalandi í sumar en þar enduðu Svíar í fjórða sæti eftir tap gegn Danmörku í leiknum um bronsið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.