Þorsteinn Gauti fékk þungt högg gegn ÍR – Ekki með gegn Elverum
Kristinn Steinn Traustason)

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Kristinn Steinn Traustason)

Framarar urðu fyrir áfalli í sigri liðsins gegn ÍR í 7.umferð Olís-deildar karla á föstudagskvöldið þegar liðsfélagarnir Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Dagur Fannar Möller skullu saman í upphafi leiks.

Þorsteinn Gauti skoraði í því atviki fyrsta og eina mark sitt í leiknum en hvorugur þeirra komu aftur inná í leiknum. Það kom þó ekki að sök og unnu Framarar sannfærandi sigur á ÍR.

Einar Jónsson þjálfari Fram sagði í samtali við Handkastið að hann gerði ekki ráð fyrir því að Þorsteinn Gauti yrði með liðinu gegn Elverum í 2. umferð Evrópudeildarinnar annað kvöld í Úlfarsárdalnum.

Töluvert miklar líkur eru á því að Þorsteinn Gauti þurfi að gangast undir aðgerð og lagfæra á sér nefið eftir höggið.

Einar Jónsson sagði að betri staða væri hinsvegar á Degi Fannari sem er að jafna sig eftir höggið og væri brattur. Einar gerði ekki ráð fyrir öðru en að Dagur Fannar yrði klár í bátana annað kvöld í leiknum gegn Elverum.

Samkvæmt heimildum Handkastsins hafa Framarar farið á stjá um helgina og eru í leit af liðstyrk fyrir komandi vikur og eru að skoða það að fá leikmann á láni tímabundið.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top