Þrír ungir framlengja (HK handbolti)
HK hefur samið við þrjá unga og efnilega leikmenn félagsins en þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag. ,,Við byggjum framtíðina, fleiri efnilegir leikmenn skrifa undir," segir í tilkynningunni frá HK. Þeir leikmenn sem hafa samið við HK eru vinstri skyttan, Viktor Bjarki Einarsson, hinn örvhenti Elías Ingi Gíslason og vinstri hornamaðurinn Pálmar Henry Brynjarsson ,,Við höldum áfram að semja við unga og efnilega leikmenn og þannig styrkja framtíðina hjá félaginu." ,,Þessir strákar hafa alist upp í HK, sýnt mikinn metnað, hæfileika og vilja til að taka næsta skref í sínum ferli. Við erum stolt af því að sjá okkar drengi halda áfram að þróast og hlökkum til að fylgjast með þeim vaxa inn í meistaraflokkinn á komandi árum."
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.