Atli Steinn Arnarson (Grótta handbolti)
Grótta eru að endurheimta leikmann aftur eftir löng og erfið meiðsli. Leikmaðurinn sem um ræðir er Atli Steinn Arnarson. Rétthent skytta fæddur 2004 og uppalinn í Haukum. Búinn að vera á mála hjá Gróttu síðan sumarið 2024.
Slæmt brjósklos hafa haldið honum frá vellinum í rúma 8 mánuði eða frá því í febrúar. En nú horfir til betri vegar og stutt í að hann verði klár á nýjan leik. Jákvæð tíðindi fyrir Seltirninga.
Verður það að öllum líkindum mikil styrking fyrir Gróttu menn en Atli er öflug skytta sem átti á árum áður kröftugar frammistöður í efstu deild.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.