Atli Steinn að snúa aftur eftir löng og erfið meiðsli
Grótta handbolti)

Atli Steinn Arnarson (Grótta handbolti)

Grótta eru að endurheimta leikmann aftur eftir löng og erfið meiðsli.

Leikmaðurinn sem um ræðir er Atli Steinn Arnarson. Rétthent skytta fæddur 2004 og uppalinn í Haukum. Búinn að vera á mála hjá Gróttu síðan sumarið 2024.

Slæmt brjósklos hafa haldið honum frá vellinum í rúma 8 mánuði eða frá því í febrúar. En nú horfir til betri vegar og stutt í að hann verði klár á nýjan leik. Jákvæð tíðindi fyrir Seltirninga.

Verður það að öllum líkindum mikil styrking fyrir Gróttu menn en Atli er öflug skytta sem átti á árum áður kröftugar frammistöður í efstu deild.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top