Bernard Kristján (ÍR Handbolti)
Einn af betri leikmönnum ÍR í Olís-deildinni síðustu tvö tímabil, Bernard Kristján Owusu Darkoh hefur framlengt samningi sínum við ÍR til ársins 2028. Bernard er fæddur árið 2007 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið í lykilhlutverki í meistaraflokknum undanfarin tvö tímabil. Bernard skoraði 138 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í fyrra en hann leikur í stöðu hægri skyttu hjá ÍR-ingum. Bernard er næst markahæsti leikmaður ÍR á tímabilinu með 38 mörk. ,,Við ÍR-ingar erum himinlifandi með framlengingu Bernards sem er mikilvægur liður í okkar áframhaldandi uppbyggingu. Það verður spennandi að fylgjast með Bernardi á heimaslóðum næstu árin," segir í tilkynningunni frá ÍR. ÍR tilkynnti fyrr í vikunni að Jökull Blöndal hafi einnig framlengt samningi sínum við félagið. ÍR er á botni Olís-deildarinnar sem stendur með eitt stig að loknum sjö umferðum. ÍR mætir Val í N1-höllinni næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 19:00 í 8.umferð Olís-deildarinnar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.