Aðalsteinn með 13 mörk í heimasigri Fjölnis
Sævar Jónasson)

Óli Fanner Pedersen - Fjölnir (Sævar Jónasson)

Fjölnir fékk ÍH í heimsókn í kvöld í Grill 66 deild karla.

Fjölnis menn voru ögn sterkari í fyrri hálfleik en þó munaði litlu á milli liðanna. Í hálfleik var staðan 17-16 fyrir Fjölni.

Fjölnir héldu áfram að hafa yfirhöndina og náðu mest 5 marka forskoti í seinni hálfleik. Voru lokatölur 34-29.

Í lið ÍH vantaði leikmenn eins og Bjarka Jóhannsson og Brynjar Narfa Arndal og munaði um minna fyrir þá.

Hjá ÍH voru Ari Valur Atlason og Sigfús Hrafn Þormar markahæstir með 7 mörk. Kristján Rafn Oddsson varði 12 skot.

Hjá Fjölni var Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson með frábæran leik og setti 13 mörk. Markvarslan hjá Fjölni skilaði 12 boltum.

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top