Telur Fram ekki eiga möguleika gegn Elverum
Kristinn Steinn Traustason)

Fram (Kristinn Steinn Traustason)

Fram tekur á móti norsku deildarmeisturunum í Elverum í 2.umferð Evrópudeildarinnar í Úlfarsárdalnum í kvöld klukkan 18:45. 

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu hjá Livey en að sjálfsögðu hvetjum við alla til að fjölmenna í Úlfarsárdalinn. Rætt var um leikinn í nýjasta þætti Handkastsins en Kristinn Björgúlfsson gestur þáttarins þekkir vel til norska handboltans.

,,Ég hef horft mikið á Elverum undanfarið og ég tel Fram ekki eiga möguleika gegn þeim. Elverum eru að mínu mati betri en Porto. Elverum er meira rútínerað lið í þessum bransa og þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að fara í. Þeir spiluðu reyndar heima gegn Kriens á heimavelli í 1.umferðinni. Þeir voru slakir í þeim leik, mjög lélegir,” sagði Kristinn í Handkastinu í gær en Elverum tapaði óvænt gegn HC Kriens í 1.umferðinni.

,,Kriens spiluðu mikið það sama og komust upp með það en það verður áhugavert að sjá hvort Fram verði áfram í 7 á 6 í kvöld líkt og gegn Porto.”

Tryggvi Þórisson er leikmaður Elverum en er að koma til baka eftir löng og erfið veikindi.

,,Eins og staðan er er hann í engu hlutverki. Hann spilaði ekkert gegn Kriens. Hann er að koma til baka eftir veikindi,” sagði Kiddi aðspurður út í hlutverk Tryggva hjá Elverum.

Elverum eru ríkjandi deildarmeistarar í Noregi og höfðu þar betur gegn Kolstad í baráttunni um deildarmeistaratitlinn.

,,Þetta er alvöru lið sem er að koma hingað, lið sem hafði betur gegn Kolstad í norsku deildinni í fyrra,” bætti Arnar Daði við.

Kiddi segir Elverum vera besta félagið í Noregi á meðan Kolstad eru með betri leikmannahóp.

,,Elverum er besta félagið og hafa verið stabílir síðustu tíu ár hvort sem það er Evrópudeildin, Meistaradeildin, titlarnir heima. Þeir hafa verið mjög öflugir. Þeir eru með gríðarlega reynslu í Evrópukeppnum. Ég held að þetta verði auðveldur sigur hjá Elverum,” sagði Kiddi að lokum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top