Þrír úr Flensburg í liði umferðarinnar
Michael Hundt / dpa Picture-Alliance via AFP)

Marko Grgic (Michael Hundt / dpa Picture-Alliance via AFP)

9. Umferð þýsku úrvalsdeildarinnar lauk á laugardag og gaf Daikin handball út í kjölfarið lið umferðarinnar sem lítur svona út.

Constantin Möstl(Lemgo)

Austurríski markvörðurinn Constsntin Möstl spilaði vel þegar að lið hans Lemgo vann frábæran tveggja marka sigur á Rhein-Neckar Löwen. Möstl varði 17 skot(43,6%) í marki Lemgo.

Emil Jakobsen(Flensburg)

Vinstri hornarmaðurinn Emil Jakobsen átti stórleik þegar Flensburg sigraði Eisenach með sex mörkum 32-38. Emil skoraði 11 mörk úr 11 skotum og stal boltanum einu sinni.

Julian Köster(Gummersbach)

Skyttan Julian Köster og félagar í Gummersbach töpuðu með eins marks mun gegn Hamburg um helgina í öðrum íslendingaslag umferðarinnar. Þrátt fyrir tapið átti Julian Köster góðan leik með 6 mörk og 3 stoðsendingar.

Marko Grgic(Flensburg)

Marko Grgic átti góðan leik með liði sínu Flensburg þegar að þeir sigruðu Eisenach með sex marka mun 32-38. Marko skoraði 9 mörk og gaf 3 stoðsendingar.

Mathias Gidsel(Füchse Berlin)

Mathias Gidsel og félagar sóttu sigur á liði Stuttgart á útivelli með sex marka mun 30-36. Mathias á frábæran leik með 13 mörk og 5 stoðsendingar.

Lukas Zerbe(Kiel)

Hægra hornamaðurinn Lukas Zerbe áttu góðan leik þegar að hann og liðsfélagar hans í Kiel sigruðu Melsungen með tveggja marka mun 31-29. Zerbe skoraði 7 mörk í leiknum.

Johannes Golla(Flensburg)

Johannes Golla línumaður Flensburg átti góðan leik þegar að Flensburg sigraði Eisenach. Johannes Golla skoraði 4 mörk úr 4 skotum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top